Félagsmiðstöðvadagurinn

 In Bústaðir, Forsíðu frétt

Miðvikudaginn 2.nóvember frá klukkan 18:00-21:00 er félagsmiðstöðvadagurinn haldinn í öllum félagsmiðstöðvum landsins. 100og1 er því opinn gestum og gangandi frá klukkan 18:00-21:00.

Við hvetjum alla foreldra, forráðamenn, ömmur, afa, systkini og gamla nemendur úr Austurbæjarskóla að kíkja við og taka þátt í starfinu.
Þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast starfseminni, starfsfólkinu sem vinnur í félagsmiðstöðinni, sýna sig og sjá aðra. Kaffi og með því á boðstólnum og vonumst við til þess að sem flestir láti sjá sig.

ps. Flestir krakkana reyna að forðast að bjóða foreldrum sínum í félagsmiðstöðina og segja “það er enginn að fara að koma” en við vonum svo innilega að þið látið ekki slíkan orðróm stoppa ykkur og mætið til okkar

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt