Frístundastarf í samkomubanni

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Frístundastarf Glaðheima heldur áfram þó aðstæðurnar séu skrýtnar og samkomubann kalli á ýmsar breytingar hjá okkur. Við höfum búið til þrjú lítil frístundaheimili innan hússins þar sem börnin hafa aðgang að flestu því sem þeim stóð til boða áður fyrr þó ekki sé hægt að bjóða uppá allt. Dótinu höfum við skipt í tvö holl fyrir hvert rými þannig að sitt hvor hópurinn sé ekki að leika með sama dótið. Allt sem er í herbergjunum alla daga er þrifið á milli til að koma í veg fyrir að ef einhver smitist þá breiðist smitið út. Við getum þannig tekið á móti þeim þremur bekkjum sem fá kennslu í Langholtsskóla á hverjum degi.

Við þurfum hins vegar mest af öllu að passa uppá að gleyma ekki gleðinni og það verður verkefni næstu vikna hjá okkur. Eins og sjá má á þessum myndum er bros á vörum barnanna og þau gefa engan afslátt af því að það á að vera gaman og þannig viljum við hafa það.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt