Gistiferð Tónabæjar og fleira

 In Forsíðu frétt, Tónabær

Föstudaginn síðastliðinn, 24. febrúar, lögðum við land undir fót og héldum saman á Akranes. Þar heimsóttu unglingar og starfsfólk Tónabæjar Þorpið en í Þorpinu er ungkennahús sem kallast Hvíta húsið og félagsmiðstöð sem heitir Arnardalur. Í raun var Arnardalur áfangastaður hópsins. Farið var með rútu frá Tónabæ kl. 18:00 en ferðinni seinkaði um klukkutíma vegna óviðris sem geysaði yfir landið fyrr um daginn. Ungmennin í Arnardal tóku vel á móti okkur, voru með Kahoot keppni og fleira á boðstólnum. Eftir að opnun lauk og aðeins unglingar Tónabæjar eftir tók við öflug dagskrá og keppnir. Eftir lítinn svefn en mikla gleði var lagt af stað aftur til borgarinnar kl. 11.

Núna stendur yfir dagskrárgerð unglinga fyrir mars mánuð og mun hún koma inn á næstu dögum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt