Kynlíf eða Klám – eru mörkin óljós ?

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Starfsmenn félagsmiðstöðva mættu á fund hjá Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar miðvikudaginn 24.janúar.

Stígamót kynnti nýtt verkefni sem kallast Sjúk Ást, Elínborg Una, unglingur úr Reykjavíkurráði ungmenna sagði frá sinni upplifun, Kolbrún og Þórður kynntu hluta af niðurstöðum úr sinni rannsókn og Dagbjört kom inn á mikilvægi eðlilegra samskipta á milli fólks og kenna unglingum um jákvætt kynlíf.

Einnig kom fram á fundinum að tæp 90% af klámi er byggt á einhvers konar ofbeldi gangvart konum. Við viljum í okkar félagsmiðstöðva starfi stuðla að heilbrigðum samskiptum og þar af leiðandi er ofbeldi aldrei í lagi, alveg sama í hvaða mynd það er.

Tilmæli til foreldra er að ræða við börn sín og brýna fyrir þeim hve mikilvæg virðing og góð samskipti eru.

Hér má sjá frétt af mbl.is um fundinn :

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/01/24/allir_tapa_a_klamvaedingunni/

 

Einnig bendum við á myndir eins og Fáðu já, Stattu með þér og fleira fræðsluefni inn á vef stjórnarráðsins:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/malefni-barna/ofbeldi-gegn-bornum-fraedsluefni/fadu-ja/

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=bf39effe-96b3-11e6-9409-005056bc4d74

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt