Maí í Neðstalandi

 In Frístundaheimili 6 - 9 ára, Neðstaland

Heil og sæl!

Núna fer senn að líða að lokum hjá okkur í vetrarstarfinu og tekur við stórskemmtileg dagskrá í sumar! Þetta skólaár er búið að vera afar viðburðarríkt en alltaf hefur gleðin ráðið ríkjum hérna í Neðstalandi og erum við ákaflega þakklát fyrir samveruna!

Í maí lék sólin við okkur og nýttum við því pallinn og umhverfið í kringum okkur óspart! Einnig vorum við með litla upphitun fyrir júróvisíon vikuna fyrir stóru keppnina þar sem allir gátu litað fána, fengið andlitsmálningu eða bara dansað og sungið!

Hlökkum til að sjá sem flesta aftur í haust og vonum að þið hafið það sem allra best þangað til!

Kv,

Starfsfólk Neðstalands

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt