Mánudagsfréttir 14. september

 In Dalheimar
Í síðustu viku gerðist margt skemmtilegt í Dalheimum. Við tíndum rifsber og bökuðum úr þeim dýrindis bollakökur. Uppskriftina fundum við upp í sameiningu og hún reyndist vera prýðisgóð. Það var góð skráning í bökunarklúbb í síðustu viku og vegna þessara miklu vinsælda ætlum við að bjóða upp á hann reglulega.
Í listasmiðju héldum við áfram með dúkkuhúsa- og risaeðlubúningagerð. Kannski getum við bráðum haldið riseðluhátíð eins og í fyrra, en það heppnaðist mjög vel.
Annars voru ýmsir leikir í útiveru og margir nutu þess að hjóla á hlaupahjólum á lóðinni. Við erum dugleg að rækta matjurtagardinn okkar og þar er nú að finna steinselju, salat, blóm, myntu, rabbabara og nokkur jarðarber.
Á fimmtudaginn var boðið upp á smíðaklúbb og naut hann nokkurra vinsælda. Kannski tekst okkur að smiða bát, flugvél eða nokkur geimskip á næstu vikum.
Á föstudeginum var haldið heljarinnar ball í höllinni. Það var einn af okkar nýjustu starfsmönnum, hann Árni, sem stjórnaði partýinu, en hann starfar einmitt sem plötusnúður á kvöldin og er því öllu vanur.
Við stefnum að sjálfsögðu að því að hafa það jafn gaman í þessari viku.
Rifsberja-múffu-uppskrift (12 stórar eða 24 lítlar):
3 egg, 1 glass af hveiti, 1/2 glass af sykri, 3 stórar skeiðar af olíu, 1 teskeið af salti, 1 teskeið lyftiduft, 10 vaniliu droppar, 1/2 matskeið kanill
Hitið ofninn í 200°, hrærið saman egg og sykur. Bætið við hveiti, salti, lyftidufti og blandið vel saman. Bætið svo við olíu, vanillu og kanil og hrærið vel. Fyllið pappaform til hálfs með deiginu og setjið ber ofan á. Bakist í sirka 7 minútur.
Verði ykkur að góðu!
 
 
Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt
Dalheimar fréttir