Mars í fullu fjöri

 In Forsíðu frétt, Tónabær

Marsmánuður hefur farið vel af stað hjá okkur í Tónabæ, 5.bekkur er búinn að hafa bíódag og Fifa-mót, 6.-7.bekkur var með spurningakeppni síðasta miðvikudag, og ýmislegt hefur verið brallað með unglingunum. Við fórum í sundferð, fórum í Kahoot spurningakeppni, héldum pool-mót og síðast en alls ekki síst, þá vorum við með hæfileikakeppnina Tónó got talent síðasta föstudag.

Eva Dögg stóð uppi sem sigurvegari í Tónó got Talent, hún lék listir sínar á hljómborðið þar sem hún spilaði lag úr frönsku kvikmyndinni Amélie.

En í vikunni er öflug dagskrá framundan, en í kvöld ætlum við að huga að húðinni með unglingunum, skella á okkur andlitsmaska svo húðin okkar verður rennislétt og fín, á miðvikudagskvöldið er svo feluleikjakvöld sem nemendafélagið heldur út í Háaleitisskóla.

En með miðstiginu ætlum við að vera með skotboltatrylling inn í sal.

Einnig viljum við benda á að allar dagskrár koma inn á síðuna undir flipanum “Dagskrá”

-kveðja úr Tónabæ

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt