Réttindavika í Glaðheimum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Þessa vikuna eru Glaðheimar að fagna 30 ára afmæli barnasáttmála sameinuðu þjóðanna með því að hafa réttindviku. Við höfum þess vegna skreytt Glaðheima með myndum sem hafa verið gerðar fyrir réttindi barna samkvæmt sáttmálanum. Í tilefni vikunnar ætlum við að vera dugleg að ræða þessi réttindi við börnin og bjóða þeim upp á að föndra með þeim. Annarsvegar eru þau að gera sín réttindakerti þar sem þau velja þau réttindi sem þeim langar að hafa á kertinu og skreyta það með því. Hins vegar eru þau að teikna hendurnar á sér og skreyta þær með réttindum barna. Kertin fara þau með heim þegar þau eru til en hendurnar ætlum við að nota til þess að skreyta réttindavegg Glaðheima.

Á miðvikudaginn verður fyrsti „mikilvægi fundur“ barnaráðs Glaðheima en þar verður unnið úr hugmyndum úr hugmyndakassanum og mun barnaráðið velja hugmyndir sem börnin kjósa um að framkvæma. Á föstudaginn ætlum við svo að blása til veislu með Þróttheimum og bjóðum við börnunum uppá barnasáttmála köku í tilefni dagsins og verður opið hús fyrir unglinga og börn að vera uppi eða niðri. Þá munum við einnig taka þátt í táknrænni stund með Þróttheimum þar sem við tökum höndum saman í kringum Glaðheimahúsið og sýnum hvernig við stöndum saman vörð um réttindi barna.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt