Laugarsel fer vel af stað…

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Laugarsel fer vel af stað, það gekk vonum framar að taka á móti 2.bekk, en núna eru rúmlega 200 börn í Laugarseli.

Við erum byrjuð að senda á æfingar, enda margt í boði í Laugardalnum.

Við erum komin með nýtt kerfi varðandi matsalinn en það er að skipta matartímanum í tvennt. Fyrst borðar 2.bekkur, en hannar yfirleitt fljótari að koma sér niður og ganga frá dótinu sínu og svo köllum við á 1.bekk. Á meðan eru hinir í útiveru.

Við höfum prófað þetta í tvo daga og það hefur gengur betur, auðvitað smá misskilningur í byrjun en það er eðlilegt. Allir sáttir og minni kliður og óþægindi í matsalnum.

Einnig bættum við við í myndræna skipulagið okkar, en núna eru myndir af því sem er búið að smyrja með. Það gerir röðina hraðvirkari og gengur hraðar að velja sér að borða.

Við erum búin að prófa ýmsa klúbba og val, eins og bíó, just dance, karaoke, skutluklúbb, drekaklúbb, borðspilaklúbb og ýmislegt!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt