Vel heppnaður fundur um snjalltækjanotkun barna og ungmenna

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Óflokkað

Foreldraþorpið stóð nýlega fyrir vel heppnuðum fundi sem hafði yfirskriftina Snjalltækjanotkun barna – Hver er staðan og hvert stefnum við? – Fundurinn var þáttur í forvarnar- og heilsueflingu í hverfinu okkar.

Foreldraþorpið er sameiginlegur vettvangur foreldrafélaga grunnskóla í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum sem stendur iðulega fyrir fyrirlestrum og fræðslu fyrir foreldra. Við hvetjum alla foreldra til að heimsækja Foreldraþorpið á Facebook með því að smella hér.

Það er óhætt að segja að fundurinn hafi heppnast vel þar sem að yfir 260 foreldrar mættu í Laugardalshöllina þann 3. maí og enn fleiri fylgdust með heima en fundinum var streymt í beinni. Alls voru 7 erindi flutt á fundinum frá hinum ýmsu aðilum sem sendu foreldra heim með mikilvæga hvatningu og verkfæri um hvernig eigi að takast á við þennan vanda. Á fundinum var einnig rætt um niðurstöður rannsókna um hagi og líðan barna í hverfinu þar sem kom í ljós að minni svefn, aukinn kvíðaeinkenni og þunglyndi sérstaklega hjá stúlkum eru vandmál sem eru algeng í dag.

Það er því ljóst að nærsamfélagið okkar þ.e. heimili – skóli og frítímastarf þarf að sameinast í auknu samstarfi í forvörnum og heilsueflingu. Næsti fundur Foreldraþorpsins verður í september þar sem fjallað verður um sjálfsmynd – kvíða og þunglyndi – einsemd og áhyggjur hjá börnum og unglingum. Þar verður einnig rætt um hvernig foreldrar geta sameinast í forvörnum.

Fyrir þá sem misstu af fundinum þá er hægt að horfa á fundinn í fullri lengd inni á vef Netsamfélagsins eða með því að smella hér. Einnig er að finna frétt um fundinn á fréttavef Rúv, hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt