Vel heppnuð sumarnámskeið!

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

 

Sumarstarf á vegum 10-12 ára hluta unglingastarfs Frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýri var með öðru móti en það hefur verið undanfarin sumur. Auk þess að bjóða upp á smiðjur eins og tíðkast hefur síðustu ár var ákveðið að bjóða upp á vikulöng námskeið. Fjögur slík námskeið stóðu 10-12 ára krökkum Laugardals- og háaleitishverfisins  til boða, eitt á viku í fjórar samfelldar vikur – frá 12. júní til 7. júlí. Námskeiðin hófust kl. 09.30 og stóðu yfir til 15.00.

Hvert námskeið byggði á ákveðnu þema; Heilsu og útivist; Framkomu- og tjáningu; Sjálfsstyrkingu og núvitund og Vináttu. Námskeiðin voru haldin til skiptis í Tónabæ og Þróttheimum. Dagskráin var ekki af verri endanum en m.a. var boðið upp á bubblubolta, stuttmyndagerð, heimsókn frá Improv Ísland, ísferð, sjálfsstyrkingarleiki og –æfingar, sundferðir og ýmislegt fleira. Kostnaði var haldið í lágmarki, en vikan kostaði 4800 kr. Umsjónarmenn námskeiðanna voru Alda Mjöll Sveinsdóttir, Buskanum, Katerina Inga Lionaraki Bústöðum, Pétur Hjörvar Þorkelsson, Laugó og Sonný Lára Þráinsdóttir, Tónabæ.

Myndir frá sumrinu má sjá hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt