Vetrarsmiðjur fyrir 5.-7. bekk.

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Í vetur byrjuðu félagsmiðstöðvar Laugardals, Háaleitis og Bústaða með nýjung í miðstigsstarfi Kringlumýrar. Boðið hefur verið uppá smiðjur þvert á hverfin okkar, Laugardal, Háaleiti og Bústaði.  Smiðjurnar eru annan hvern föstudag frá 14:30 – 16:30. Líkt og með annað starf hjá okkur þá eru smiðjurnar í flestum tilfellum gjaldfrjálsar. Aðeins getur takmarkaður fjöldi tekið þátt og er því mikilvægt að halda vel utan um skráningu hjá sínu barni. Smiðjurnar eru opnar börnum í 5-7.bekk sem tilheyra þessum fimm félagsmiðstöðvum.

Skráning fer fram í gegnum rafræna reykjavik ( www.sumar.fristund.is ).

Skráning lokast miðvikudaginn fyrir upphaf tiltekinnar smiðju og sama gildir um afskráningu.

Þær smiðjur sem eftir eru og staðsetningar:

Þróttheimar Laugó Tónabær Bústaðir Buskinn
3.nóv Tilraunasmiðja
17.nóv Stúdíó grunntök Sund Bökunarsmiðja
1.des Konfektgerð Brjóstsykursgerð Ísgerð

 

Hér er stutt lýsing á hverri smiðju fyrir sig

 Tilraunir – 3.nóv: Í þessari smiðju munu börnin skella sér í hlutverk Ævars vísindamanns og prufa ýmsar tilraunir.

Stúdíó/Hljóðver grunntök – 17.nóv: Í þessari smiðju munu börnin læra á einföld hljóðvinnsluforrit og læra grunntækni í upptöku. Börnum er velkomið að koma með létt nesti og vatnsbrúsa.

Sund – 17.nóv: Í þessari smiðju munum við hittast í Félagsmiðstöðinni Laugó og ganga þaðan öll saman í Laugardalslaugina. Í sundi ætlum við að fara í leiki, sundkeppni og spjalla í pottinum.  Börn eiga að taka með sér sundföt og handklæði.

Bökunarsmiðja – 17.nóv: Í þessari smiðju ætlum við að læra að baka ljúffengar kökur og borða þær saman í lok smiðjunar.

Konfektgerð – 1.des:  Í þessari smiðju ætlum við að læra að gera einfalt og gott konfekt. Við verðum með alls kyns hráefni í margskonar bakkelsi og gerum ýmist eitthvað sem krefst þess að baka í ofni, kæla eða einfaldlega bara standa eitt og sér. Í boði verða þrjár uppskriftir og áður en smiðju lýkur gæðum við okkur á kræsingunum.

Brjóstsykursgerð – 1.des: Í þessari smiðju lærum við að gera litríka brjóstsykra með allskonar bragðefnum og lit. Krökkunum Áður en smiðju lýkur gæðum við okkur á kræsingunum.

Ísgerð – 1.des: Í þessari smiðju lærum við að gera ljúffengan ís. Í boði verður allskonar bragðefni af ís og bæði holl og sætari kurl og sósur.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt