Vinnuskólahópar Kringlumýrar

 In Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó, Tónabær, Þróttheimar

Í sumar störfuðu tveir vinnuskólahópar hjá Kringlumýri. Annar var staðsettur í félagsmiðstöðinni Þróttheimum og hinn í félagsmiðstöðinni Bús

töðum. Í heildina voru um 20 unglingar sem tóku þátt í starfinu sem stýrt var af starfsfólki félagsmiðstöðvanna.

Markmið hópsins er að stuðla að heilbrigðum og jákvæðum lífsstíl meðal unglinga í hverfinu. Áhersla er lögð á að styrkja sjálfsmynd þátttakenda í gegnum markvisst hópastarf. Unnið var meðal annars með sjálfsmat, sjálfstraust, frumkvæði, heilbrigð samskipti, sjálfsvirðingu og fleira.

Unglingarni fengu tækifæri til að prófa sig áfram í öruggum hópi undir leiðsögn re

yndra starfsmanna.  Vinnan í hópnum var sambland af annarsvegar hefðbundnum verkefnum vinnuskólans,

þar sem verður unnið var með nærumhverfi unglingsins, endurbætur í félagsmiðstöðinni og ræktun matjurtargarðs. Hinsvegar var unnið að verkefnum sem tengjast ýmis konar sjálfstyrkingu í gegnum leiki og fjölbreytt verkefni.

Markmiðið er einnig að byggja tengingu milli hverfa, styrkja félagstengsl og efla samgang milli skóla Laugardalsins.

Vinnuskólahópurinn tók sér ýmis verkefni fyrir hendur á þessum fjórum vikum. Hópurinn labbaði til að mynda í þögn upp Úlfarsfellið, málaði, róaði bát saman í mis skemmtilegu veðri í Siglunesi, klifraði klifurvegg í Gufunesbæ og grillaði sykurpúða, kíkti í Elliðaárdalinn í góðu veðri, fór í hjólatúra, fóru í allskonar leiki, drukku kakó í Grasagarðinum og margt fleira.

Fræðslurnar voru fjölbreyttar. Við fengum fulltrúa frá Unicef sem frædd

i ungmennin um Barnasáttmálann, Druslufræðslu þar sem Druslugangan og uppruni hennar var kynntur, VR fræddi þau um réttindi sín á vinnumarkaði og skólastjóri Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar kom og talaði um jafnrétti kynjanna.

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt