Blessuð sólin og Hrósdagur í Laugarseli

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Við höfum verið heppin með veður í dag og í gær og mikið um að krakkarnir séu úti að leika. Við ákváðum að skella síðdegishressingu og útiveru saman í dag og leyfa krökkunum að borða úti. Það gekk rosa vel, við spiluðum tónlist og það myndaðist mjög skemmtileg stemming.
Þetta er eitthvað sem við ætlum að gera oftar í Laugarseli þegar veðrið leikur við okkur og er svona gott.

   

   

Við vorum einnig með Hrósdag í Laugarseli í dag, en það er hugmynd sem kom úr hugmyndakassanum okkar. Í barnaráði sem var 28.apríl voru tvær af hugmyndum hugmyndakassans valdar til að framkvæma í þessari viku og var Hrósdagurinn annar þeirra. Hin hugmyndin var að hafa föndursmiðju, sem var á miðvikudaginn. Þar fengu þeir sem vildu meðal annars að föndra dagbók.

Hrósdagurinn gekk vel, krakkarnir voru mjög duglegir að hrósa hvort öðrum og starsfólki.

   

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt