Elín og Heiða kepptu fyrir hönd Kringlumýrar í söngkeppni Samfés

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Söngkeppni Samfés fór fram með óhefðbundnum hætti um síðustu helgi þar sem keppendur frá öllu landinu kepptu sín á milli í söng. Venjulega hefur keppnin farið fram í Laugardalshöllinni sömu helgi og Samfestingurinn fer fram. Covid-19 faraldurinn með alla sína djöfla gerði það hinsvegar að verkum að ekki var hægt að halda Samfestinginn í ár. Því var ekki hægt að halda söngkeppnina en ákveðið var að halda hana á nýjan hátt í ár.

Hver félagsmiðstöð sem átti þátttakanda tók myndband af atriðinu sínu og var sent til Samfés. Samfés hélt því myndbandakeppni í samstarfi við Ungrúv. Þátttakendur Kringlumýrar voru þær Elín Björt Valsdóttir frá Laugó og Heiða Björk frá Buskanum. Keppnin hófst á föstudaginn þar sem öll myndböndin birtust á sama tíma. Áhorfendur höfðu því alla helgina til að horfa á atriðin og mynda sér skoðun. Fram fór kosning á síðu Ungrúv þar sem hægt var að kjósa Rödd fólksins.

Úrslitin voru tilkynnt mánudagskvöldið 25. maí á Ungrúv. Sigurvegarinn í ár var Þórdís Linda Þórðardóttir frá Garðalundi í Garðabæ. Þátttakendur Kringlumýrar stóðu sig frábærlega og gerðu vel úr þeim óhefðbundnu aðstæðum sem uppi voru. Þær Elín og Heiða eiga klárlega framtíðina fyrir sér og verður spennandi að sjá þær á sviðinu í framtíðinni.

Hægt er að sjá atriðin hér að neðan:

Atriði Laugó – Elín Björt Valsdóttir

Atriði Buskans – Heiða Björk Halldórsdóttir

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt