Föstudagsfréttir 7. febrúar

 In Dalheimar, Forsíðu frétt

Undanfarnar vikur hafa orðið nokkrar breytingar á starfsfólki í Dalheimum. Hún Ingunn aðstoðarforstöðumaður lét af störfum síðastliðinn föstudag til að geta einbeitt sér betur að Yoga-kennslu. Hún kvaddi vinnustaðinn með pompi og prakt og bauð jafnt foreldrum sem börnum til dansveislu hér í Dalheimum. Friðrik Sigurðarsson hefur nú tekið við keflinu af Ingunni og er kominn á fullt skrið hér á skrifstofunni. Friðrik er með B.S. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lengi starfað á með unglingum í frístundamiðstöðinni Árseli í Norðlingaholti. Við skulum taka vel á móti honum.

Starfsemin hefur að öðru leiti gengið sinn vanagang. Hópur af krökkum heimsótti Vinagarð á mánudag til að skemmta leikskólabörnunum, aðrir föndruðu dúkkuhús í föndurklúbbi með Vörju. Alexander Keppie hefur undanfarið stjórnað Warhammer klúbbi sem er á miklum vinsældum að fagna og bökunarklúbbur Dalheima er fyrir löngu orðinn sígildur. Hér að neðan má sjá myndir frá liðinni viku (og eitthvað frá þarsíðustu viku):

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt