Fulltrúar Kringlumýrar stóðu sig frábærlega á danskeppni Samfés

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Um helgina fór fram Danskeppni Samfés og Stíll þar sem unglingar landsins keppa í dans og hönnun. Viðburðirnir eru löngu orðnir stór partur af dagskrá félagsmiðstöðva á landinu og frábær skemmtun.

Kringlumýri átti glæsilega fulltrúa í Danskeppninni þetta árið. Í liðakeppninni var það hópurinn Kickin Crew með þær Birtu Rún, Söru Lind, Emilíu Björt, Sigurrós og Iðunni innan borðs sem bar sigur úr býtum. Tveir fulltrúar Kringlumýrar voru þar innanborð, það eru: Emilía Björt Böðvarsdóttir úr Félagsmiðstöðinni Laugó og Sigurrós Egilsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskinn.   Frábær árangur hjá þessum upprennandi dönsurum og erum við stolt af okkar fulltrúum í ár.

Í einstaklings-keppninni var það Sara Rós Lin Stefánsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Garðalundi sem kom sá og sigraði en okkar fulltrúi, Sigurrós Egilsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskinn í öðru sæti. Algjörlega geggjaður árangur hjá Sigurrós sem vann gull í liðakeppninni og silfur í einstaklingskeppninni.

Við óskum þeim Emilíu Björt og Sigurrós innilega til hamingju með frábæran árangur!

Sigurrós Egilsdóttir úr félagsmiðstöðinni Buskanum varð í öðru sæti í Danskeppni Samfés 2020

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt