Kosið um næsta matseðil

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Þessa vikuna eru börnin að kjósa um næsta matseðil fyrir síðdegishressinguna í Laugarseli.  Þetta er þriðja kosningin í Laugarseli í vetur sem er partur af áherslum okkar  að auka barnalýðræði í frístundastarfi.  Fyrsta kosning vetrarins var þegar börnin kusu um hvaða dót þau vildu fá keypt fyrir seinustu krónur haustannar.  Þá kusu börnin að keypt yrði kúlubraut, snjóþotur og playmo af 10 valmöguleikum sem þeim var gefin.  Þá var einfaldlega meirihlutinn sem réð og þau þrjú atriði keypt sem flestir völdu.

Í kosningu um matseðla höfum við haft þann háttinn á að við gefum 12 myndræna möguleika þar sem börnin fá að velja 3 atriði sem þau myndu helst vilja sjá á matseðlinum.  Meðal valmöguleika eru : Ristað brauð, skonsur, flatkökur, jógurt, grískt jógurt, skyr, rúnstykki, kornstöng, ab mjólk, pólar brauð, rúgbrauð og kringlur.

Eftir að allir sem höfðu áhuga hafa kosið er talið fimm vinsælustu valkostirnir og settur saman matseðill út frá því.  Við áskilum okkur þó rétt til þess að aðlaga topp atriðin þannig að úr verði matseðill sem er bæði hollur og samkvæmt vilja barnanna.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt