Laugó opnar aftur

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Laugó

Þegar haustmánuðirnir nálgast og skólarnir eru komnir af stað þýðir það að Laugó opnar aftur eftir sumarfrí. Fyrsta opnun unglinganna var sl. miðvikudag og var góð stemning í hópnum.

 

Miðstigið týnist svo inn hvert á fætur öðru en fyrsta opnun 7. bekkjar verður miðvikudaginn 30. ágúst. 1. september verður fyrsta opnun 6. bekkjar og 5. bekkur rekur lestina með opnun 4. september.

Á næstu dögum mun 5. bekkur þó koma í heimsókn með kennurunum sínum og skoða félagsmiðstöðina, förum yfir hvernig hún virkar, hvaða möguleikar eru í boði og léttar reglur svo allt fari vel fram.

Bjóðum öll velkomin og hlökkum til að eyða vetrinum með hópnum.

Opnunarkveðjur

Starfsfólk Laugó

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt