Nýja Covid ástandið

 In Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Jæja, vika liðin af nýja samkomubanninu og tilheyrandi takmörkunum og hólfaskiptingu í skóla og frístund.

Hólfin í 1. og 2.bekk eru fjögur talsins og misstór.

Þetta hefur gengið vel, starfsfólkið okkar er rosalega hugmyndaríkt og duglegt að gera daginn skemmtilegan.

Við höfum fjögur hólf, en þau eru gula rýmið okkar (inngangur til hægri s:664-7671), rauða rýmið okkar (inngangur til vinstri s:664-7674), matsalur skólans (inngangur rennihurð á móti Laugarseli s:664-4018) og loks safnaðarheimili Laugarneskirkju (inngangur vinstra megin niður tröppur s664-7675). Laugarnesskirkja var svo yndisleg að lána okkur safnaðarheimilið meðan á þessu ástandi stendur, sem hefu reynst okkur mjög vel.

Við erum mjög þakklát öllum sem koma að skipulaginu, skólanum, Laugarneskirkju, foreldrum og sérstaklega starfsfólki Laugarsels fyrir að grípa boltann, hjálpast að, sýna þolinmæði og virðingu á þessum skrítnu óvissutímum.

TAKK <3

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt