Ólympíuhátíð Kringlumýrar 2023

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í dag var Ólympíuhátíð Kringlumýrar haldin hátíðleg.

Ólympíuhátíðin er viðburður sem haldin er á hverju ári í sumarstarfi frístundaheimila Kringlumýrar.  Hátíðin var fyrst haldin sem lítill viðburður í smærri hópum árið 2013, og hefur vaxið og dafnað síðan þá og fagnar 10 árum  í dag. Hátíðin er síbreytileg og er sér nefnd frístundaheimila Laugardals sem útfærir viðburðinn hverju sinni miðað við aðstæður frístundaheimilanna, með tilliti til staðsetningar sem og greina sem keppt er í.

Það eru frístundaheimilin Laugarsel, Vogasel, Glaðheimar, Dalheimar, Krakkakot, Neðstaland, Álftabær og Sólbúar sem taka þátt í deginum. Hvert frístundaheimili á sinn einkennislit og nýta dagana á undan til þess að gera búninga, fána og annað í sínum lit,  ásamt því að velja sína fulltrúa í hinar ýmsu greinar sem keppt er í.

Hátíðin byrjar ávallt á því að frístundaheimilin safnast saman í skrúðgöngu, þar sem að gengið  er í orkumikilli halarófu , allir ganga með sínu frístunaheimili í sínum einkennislit og þar má heyra ýmis skemmtihróp og söngva sem búið er að semja fyrir anda hvers frístundaheimilis. Þegar skrúðgöngu er lokið er keppt í ýmsum greinum, en í ár var keppt í : Vítaspyrnu, Stinger og þrautabraut, ásamt því að mikil áhersla er lögð á góðan stuðningsanda. Að þrautum loknum fengu allir viðurkenningarskjöl og ís.

Lalli töframaður kíkti á svæðið og skemmti krökkunum eins og honum er einum lagið 🙂

Á instagramminu okkar – Dalheimar – er hægt að finna skemmtilegar myndir og myndbönd frá deginum í highlights

Hér má hlusta á Dalheimalagið sem börnin í Dalheimum sömdu í tilefni þessarar hátíðar, en mun svo sannarlega fá að lifa lengi og vel innan frístundaheimilisins 🙂

Hér eru myndir frá deginum 🙂

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt