Sumarið 2021 í Glaðheimum

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Glaðheimar

Nú er að koma að sumarfríi hjá Glaðheimum eftir skemmtilega byrjun á sumrinu. Við erum búin að gera margt skemmtilegt þessar fjórar vikur, til dæmis skoða mismunandi sundlaugar í hverri viku, hitta Snillaland, fara í Matthíasarborg, keppa á Ólympíudegi frístunda í Kringlumýri og fara í vatnsstríð við frístundir í laugardalnum. Einnig höfum við farið ferð í Viðey, Þjóðminjasafnið, Nauthólsvík og húsdýragarðinn ásamt fleiru.

Næstu tvo daga förum við í Elliðárdalinn og á Hraðastaði. Hraðastaðir er lítill dýragarður í Mosfellssveit og tökum við rútu þangað.

Við viljum þakka börnum og foreldrum fyrir sumarið og hlökkum til að sjá ykkur í ágúst!

Sumardagsskráin okkar byrjar aftur 9. ágúst.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt