Vetrarstarfið fer vel af stað í Laugó

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Vetrarstarfið í félagmiðstöðinni Laugó er farið af stað en fyrstu opnanir voru í lok ágúst. Frábær mæting hefur verið á kvöldopnanir í upphafi vetrar enda starfsmenn lagt mikið á sig til að hafa starfið sem fjölbreyttast og áhugaverðast. Hluti af því er að flott klúbbastarf er farið af stað. Þar ber helst að nefna Ljósmyndaklúbb, LAN klúbb, Tik Tok klúbb auk þess sem feminístaklúbburinn Rósa Frænska fer af stað með glæsibrag.

Fyrsta ball vetrarins fór fram í september þar sem þemað var RAVE. Frábær mæting var og góður andi í húsinu.

Framundan eru fleiri klúbbar en listaklúbbur, söngklúbbur og heilsuklúbbur munu hefjast á næstu vikum auk sértæks hópastarfs. Þá er það markmið Laugó í vetur að kynna unglingunum fyrir núvitund og hugleiðslu en starfmenn eru þessa dagana að kynna sér þau verkfæri sem nýtt verða í það í vetur. Stefnt er á að bjóða uppá stutta hugleiðslu á hverri kvöldvakt í vetur.

Miðstigið er einnig öflugt í byrjun skólaárs og er mæting prýðileg. Sjöunda bekkjar nemendaráðið er gríðarlega virkt og hélt stórskemmtilegt 7. bekkjar ball fyrir stuttu.

Dagskrárnar fyrir október eru klárar hér á heimasíðunni og má finna hér. 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt