Vika 1 og 2 í sumar í Laugarseli

 In Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Fyrstu vikurnar okkar í sumarnámskeiðinu fara vel af stað.

Við höfum fengið alls konar veður en allir skemmt sér vel!

Við kíktum í Laugardalslaug í fyrstu vikunni og Grafarvogslaug í þessari viku.

Við fórum í Matthíasarborg, sem er staður sem að flakkarinn okkar í Kringlumýri, Samuel er með brot af því besta sem hann hefur fram að færa. Þetta er opið svæði með frjálsum efnivið þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, búninga, tjaldaborg, virki, gróðursetningu og fleira.

Við fórum í Snillaland, sem er staður þar sem flakkarinn okkar í Kringlumýri, Jónsi er með brot af því besta sem hann hefur fram að færa. Hann er með svæði bæði inni og úti þar sem farið er í alls kyns leiki, hópleiki og leiki þar sem hægt er að vera snilli leikjarins. Þeir sem eru snillar viðkomandi leiks fá mynd af sér á snillavegginn hjá honum og í Laugarseli.

Við vorum að baka, í skylmó, föndra víkingadót og margt fleira skemmtilegt þessar vikur og meira skemmtilegt framundan!

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum vikum.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt