Þróttheimar á Stíl 2019

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Hönnunarkeppnin Stíll fór fram í íþróttahúsinu Digranesi um helgina og átti félagsmiðstöðin Þróttheimar eitt lið í keppninni. Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema. Í ár var þemað 90´s tíska. Saga María Sæþórsdóttir, Hólmfríður Ásta Halldórsdóttir og Birta Sól Helgadóttir tóku þátt í ár fyrir hönd Þróttheima. Þær sóttu meðal annars námskeið á vegum Samfés þar sem hár og förðunartíska áratugsins var krufin og tvinnuð inn í fatahönnunina. Saman unnu þær að allri hönnuninni en Hólmfríður tók einnig að sér að sýna afraksturinn á sviði og hlaut fyrir það framkomuverðlaun enda með eindæmum flott á sviði.

Hönnunarkeppnin Stíll er til að hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna

Við óskum þessu flotta teymi til hamingju með frábæran árangur og hlökkum til að sjá þær stíga aftur á svið á næsta ári.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt