Bleach Tie Dye

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Í Þróttheimum var haldin smiðjan Bleach Tie dye. Bleach Tie dye er mjög lík hinu hefðbundna Tie Dye en í stað þess að setja liti í boli þá voru krakkarnir að nota klór til þess að eyða litarefninu sem var nú þegar í flíkinni. Þessi smiðja var algjör tilraun hjá okkur í Þróttheimum og höfðum við aldrei prófað þessa smiðju áður. Það mættu þess vegna þrjátíu vísindamenn til okkar og hófust handa við það að fríska upp á gamlar flíkur og veita þeim nýtt líf. Smiðjan gekk þannig fyrir sig að krakkarnir mættu með dökka boli (svarta eða dökk bláa), snéru upp á þá og bundu með teygjum. Næst taka krakkarnir úðabrúsa með bleikiklór og spreyja á nokkra staði á flíkunum sínum. Eftir það þurfa bolirnir að hvíla í 10 mínútur á meðan að klórið eyðir upp litarefninu í bolnum. Þessar tíu mínútur voru mjög lengi að líða þar sem krakkarnir og starfsfólkið voru mjög stressuð hvort þetta myndi virka og spennt að sjá hvernig þetta kæmi út. Niðurstaðan var sú að bolirnir voru mjög flottir og skemmtilegt að prófa eitthvað nýtt en það sem við vísindamennirnir í Þróttheimum komust að var að bómullarbolir virka best og gerviefni verst. En svona eru þessar blessuðu tilraunir.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt
Tónabær karaoke