Stemning í Tónabæ í upphafi vetrar

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Haustið byrjaði með hvelli hjá okkur í Tónabæ, enda allir mjög spenntir að koma aftur í félagsmiðstöðina sína eftir langt og gott sumar. Einnig voru margir að stíga sín fyrstu skref í félagsmiðstöðinni og eftirvæntingin eftir því.

Það hefur margt verið brallað það sem af er hausti, unglingadeildin hefur til að mynda haft bekkjarkvöld, borðað núðlur, verið í hörku leikjum í salnum, gripið í billiard, tölvuleiki og hin ýmsu spil (við erum alltaf að vinna í því að stækkja spilabankann hjá okkur. En svo fór unglingadeildin náttúrulega í sóttkví á dögunum, þar var ekki slegið undan, heldur færðist starfið okkar yfir á rafræna miðla svosem instagram, tiktok og zoom. Við meðal annars bjuggum til kókoskúlur saman í gegnum zoom, þar sem nemendur gátu óskað eftir poka með öllum innihaldsefnunum og við keyrðum pokana til þeirra og um kvöldið hittumst við öll á zoom og bjuggum til kúlur og kjöftuðum.

Blessunarlega eru allir lausir úr sóttkví og er starfið komið í eðlilegt horf.

Miðstigsstarfið er búið að vera ansi fjörugt, líkt og í unglingastarfinu, þá höfum við haft nóg á prjónunum. Á dagskránni hefur meðal annars verið föndur, spiladagur, kókoskúlugerð, varúlfur og karaoke. Karaokíið gekk mjög vel og var mikil stemning í hópnum fyrir því að syngja og að horfa á félaga sína leika listir sínar.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt