Dalheimar halda upp á hvatningaverðlaun

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Eins og hefur líklega ekki farið framhjá neinum þá fengu Dalheimar viðurkenningu fyrir notkun á verkefninu Frístundalæsi, en við erum dugleg að nýta það verkefni í starfi. Ásamt því erum við með starfróf á ýmsum tungumálum, tölustafi á íslensku og ensku, bækur á ýmsum tungumálum, bækur um ýmis málefni eins og hinsegin málefni og samskipti á netinu, sólkerfið, stjörnumerki og margt fleira skemmtilegt og fróðlegt sem við erum með á veggjunum okkar. Við erum líka með frístundalæsivegg þar sem við erum með allar gerðir af læsi (félagslæsi, lista- og menningalæsi, miðlalæsi, samfélagslæsi, náttúru- og umhvefislæsi, vísindalæsi og heilsulæsi) og skiptum reglulega um listamann mánaðarins, listabarn mánaðarins, ljóð mánaðarins og uppfinningu mánaðarins. Við erum einnig að nýta 10 einföld atriði til að vinna með læsi með börnum.

Dæmi um klúbba sem við erum með sem tengjast frístundalæsi eru; orðarugl, tilraunaklúbbur, umhverfisklúbbur, jóga, fréttaklúbbur, kosningar og fleira tengdu lýðræði og svo margt fleira. Meira um frístundalæsi má finna á heimasíðu þeirra hér.

Við héldum upp á þessa viðurkenningu í dag með því að sýna börnunum viðurkenninguna og verðlaunin sem við fengum (sem fara fljótlega upp á vegg) og buðum upp á köku í tilefni þess!

Hér má sjá meira frá deginum og hvernig við notum frístundalæsi.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt