Eurovision og fleira

 í flokknum: Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára, Laugarsel

Við vorum bæði með Hlátursmiðju, sem átti að vera í síðustu viku en frestaðist sökum veikinda starfsmanna, en það var annar klúbbana sem börnin völdu á Mikilvægum fundi. Í þessum klúbb fá börnin tækifæri að koma fram með atriði, sem ýtir undir sköpun, framkomu, sjálfstraust og félagsfærni barnanna. Annar klúbbur sem ýtir einnig undir þessa þætti er Laugarsel got talent, en börnin eru dugleg að sækja þann klúbb. Þá geta þau búið til atriði til að koma fram með, eða ákveða á staðnum, og sýnt það sem í þeim býr.

Eurovision var í síðustu helgi, þar sem Daði og Gagnamagnið stóð sig rosalega vel! Á fimmtudeginum vikuna áður vorum við með Eurovision klúbb, þá fengu börnin að horfa á löndin og gefa þeim stig. Þegar stigin voru tekin saman voru það Svíþjóð sem stóð hæst, þar á eftir kom Litháen og loks Kýpur. Það parar ekki við úrslitin sl. laugardag, en það var gaman að sjá hver sýn barnana eru á þessum atriðum.

Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum klúbbum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt