Félagsmiðstöð á flakki

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Tónabær

Fyrsta vikan okkar í húsnæðislausum Tónabæ er að líða undir lok og hefur farið vel fram.

Miðstigið fjölmennti svakalega í útieldun á mánudaginn, við elduðum pulsur, brauð, marsfyllta banana og sykurpúða yfir opnum eldi og buðum upp á heitt kakó. Krakkarnir skemmtu sér stórvel og fengu að taka virkan þátt í allri uppsetningu, íkveikju og matreiðslu.
Sömu sögu er að segja um unglingana sem mættu um kvöldið í samskonar dagskrá. Við fengum til okkar hátt í 40 unglinga sem tóku virkan þátt í öllu skipulagi, íkveikju, matreiðslu og stemningu. Við vorum hrikalega ánægð með fjöldann sem kom til okkar og starfsfólkið virkilega ánægt með samtölin, stemninguna og gírinn sem unglingarnir voru í. Úr varð mikil gæðastund og skemmtileg upplifun. Við voru afskaplega heppin með veður, það var kalt en mikil stilla og heiðskírt. Við sáum því miður engin norðurljós, en tunglið, Júpíter og Mars skörtuðu sínu skærasta og fínasta og sendu okkur augljóslega góða orku inn í gott kvöld.

Miðvikudagurinn fór í Kringlukast, þá fórum við með miðstigið í Kringluna þar sem þeim var skipt í hópa. Hver hópur fékk 200 krónur til að kaupa gjöf fyrir starfsfólk Tónabæjar og pakka þeim inn. Hópurinn sem færði starfsfólkinu flottustu og frumlegustu gjöfina hlaut sigur úr býtum og vann sér inn jólasælgætispoka.
Opið var fyrir unglingana í Bústöðum, þá hefði mætingin frá okkar krökkum mátt vera aðeins meiri en það var gaman að eyða kvöldinu með unglingunum í Bústöðum og þeim Tónabæjarbúum sem létu sjá sig.

Föstudagskvöldopnunin fer fram í Buskanum, Vogaskóla, þar sem félagsmiðstöðvar Kringlumýrar slá til Dragkeppni í tilefni af Hinsegin viku félagsmiðstöðvanna.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt