Fyrsti Barnadagurinn í Dalheimum

 í flokknum: Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í dag var fyrsti Barnadagurinn í Dalheimum haldinn.

Því miður forfölluðust þrír, þannig að einn klúbbur féll niður en annað barn tók við stöðu eins sem var veikt.

Börnin fengu smá ræðu hvernig starfsmenn eru, hvernig þeir haga sér, hvernig maður er góð fyrirmynd og hvernig þau geta haldið klúbbinn.

Eftir það fengu börnin tækifæri að undirbúa klúbbinn, t.a.m. voru litir yddaðir fyrir teikniklúbb, glassúr og deig preppað fyrir bakstursklúbb og saga valin og gert kósý fyrir söguklúbb.

Börnin stóðu sig vel, enda mjög hugrökk að vera fyrst til að sækja um að halda klúbb.

Margir sáu hversu spennandi það er að vera með klúbb og fleiri umsóknir hafa borist fyrir næsta Barnadag sem verður á komandi ári.

Hér má sjá klúbbahaldarana 🙂

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt