Félagsmiðstöðvadagurinn 2022

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Óflokkað, Tónabær

Vá, bara vá!

Takk fyrir stórkostlega frábæran félagsmiðstöðvadag!
Til okkar kom heill hellingur af ungmennum, foreldrum, systkinum, frændfólki og áhugafólki um félagsmiðstöðvar. Við erum ótrúlega þakklát og glöð með áhugann á starfinu okkar og ekkert smá gaman að sjá framan í allt okkar flotta fólk í hverfinu.
Vöfflurnar svoleiðis ruku út og kakan hvarf á augabragði.

Við erum stolt af unga fólkinu okkar og starfinu sem við keyrum með þeim og erum spennt að ná enn frekari framþróun og flottara félagsmiðstöðvarými að loknum framkvæmdum. Við erum spennt að bjóða ykkur aftur í heimsókn og sýna ykkur hvernig starfið og rýmið þróast áfram.

Takk fyrir okkur!
Áfram félagsmiðstöðvar!

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt