Laugó opnar eftir sumarfrí

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Þá er starfið hafið aftur eftir sumarfrí og leggjum við ótrauð inn í veturinn 2020/2021.

Þessa vikuna eru 5. bekkir Laugarnesskóla að heimsækja félagsmiðstöðina með kennurunum sínum og fá þá að kynnast dagskránni og því sem starfið hefur upp á að bjóða. Allir foreldrar og/eða forráðamenn ættu einnig að vera komnir með dagskrána í tölvupósti. Ef ekki má sjá hana hér. Einnig má þar sjá alla opnunartíma. Við bjóðum 5. bekk því hér með hjartanlega velkomna í Félagsmiðstöðina Laugó.

Nemendaráð 8.-10. bekkjar skólans og Laugó er nú komið á gott skrið og mun fyrsti viðburður þess verða haldinn 23. september nk.

Fyrsta opnun Laugó var haldin þriðjudaginn 25. ágúst með 10. bekkjar kvöldi en þau eru nýjung hjá okkur. Í fyrsta skipti í vetur verður því opið 4. virk kvöld en einskorðast þriðjudagskvöld einungis við 10. bekk. Mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld verða enn opin fyrir alla í 8.-10. bekk nema annað komi fram. Að auki er opið fyrir þessa árganga á þriðjudögum og fimmtudögum frá 13:30-16:00.

Á næstu vikum munum við svo hóa saman nýju 7. bekkjar ráði sem mun sjá um skipulagningu viðburða árgangsins.

Dagskrá allra árganga verða að mestum hluta í umsjá þeirra sjálfra svo spennandi er að sjá hvað verður gert í hverjum mánuði.

Ásta Björg Björgvinsdóttir er komin til baka úr fæðingarorlofi í starf forstöðumanns og því hefur Ólafur Þór Jónsson lokið störfum. Við þökkum honum kærlega fyrir frábærar stundir í Laugó og óskum honum velfarnaðar á nýjum stað. Halldóra Kristín Unnarsdóttir (Dóra) mun áfram sinna starfi sínu sem aðstoðarforstöðumaður.

Við fögnum því að sjá gamla og nýja nemendur í félagsmiðstöðinni og hlökkum til vetrarins og þeim ótal ævintýrum hann býður uppá.

Hlýjar kveðjur,

Starfsfólk Laugó

 

 

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt