Lokahátíð Dalheima og sumarnámskeið

 í flokknum: Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Síðasti dagurinn í Dalheimum á þessari önn var haldinn hátíðlegur 5.júní sl.

Þá var öllu tjaldað til, útidót, andlitsmálning, smoothie, kleinur, ávextir, kókosbollukappát, þrautabraut og margt fleira skemmtilegt!

Við fengum sem betur fer að mestu þurrt og hlýtt veður svo við gátum verið úti allan daginn!

Á starfsdögum fyrir sumarnámskeið var ákveðið að mála hellurnar fyrir utan Dalheima í regnbogalitum, því við erum regnbogavottað frístundaheimili og hér eru öll velkomin!

Sumarnámskeið Dalheima hefst á morgun 8.júní. Skráningu fyrir þessa viku er lokið, en skráning fyrir næstu vikur eru enn í gangi og hægt að skrá hér.

Vikurnar eru eftirfarandi:

Vika 1 – 8. og 9.júní Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 2.júní – afskráningarfrestur er til 28.maí

Vika 2 – 12.-16.júní Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 9.júní – afskráningarfrestur er til 4.júní

Vika 3 – 19.-23.júní Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 16.júní – afskráningarfrestur er til 11.júní

Vika 4 – 26.-30.júní Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 23.júní – afskráningarfrestur er til 18.júní

Vika 5 – 3.-7.júlí Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 30.júní – afskráningarfrestur er til 25.júní

Lokað 8.júlí-7.ágúst

Vika 6 – 8.-11.ágúst Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 4.ágúst – afskráningarfrestur er til 30.júlí

Vika 2 – 14.-18.ágúst Skráningu lýkur 12:00 föstudaginn 11.ágúst – afskráningarfrestur er til 6.ágúst

Hér má sjá myndir frá lokadeginum okkar 5.júní, regnbogafánann okkar í bígerð og svo sumardagskrá Dalheima 2023

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt