Öskudagsgleði

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Þróttheimar

Við í félagsmiðstöðinni Þróttheimar ætlum svo sannarlega að fagna öskudeginum á morgun, miðvikudaginn 17. febrúar. Öskudagsgleðin verður á hefðbundnum tíma fyrir hvern árgang til þess að tryggja þær fjöldatakmarkanir sem við höfum. Dagskráin er ekki í síðri kantinum og á henni er allskonar skemmtilegt t.d nammileit, limbó, Real Life Among Us og margt fleira. Við fögnum því að sjá krakka í búningum og að sjálfsögðu verður nammi í boði, bæði fyrir þá sem vilja taka þátt í nammileitinni og líka þá sem kjósa að gera eitthvað annað í félagsmiðstöðinni.

Öskudagsgleðin fer fram fyrir:

  1. bekk kl. 14:20 – 15:40
  2. bekk kl. 15:40 – 17:00
  3. bekk kl. 17:00 – 18:30

Við vonumst til þess að sjá sem flesta, káta og skrautlega í öskudagsfíling.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt