Perlað með Krafti í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Í félagsmiðstöðinni Þróttheimum höldum við reglulega fræðslur fyrir unglingana okkar. Til að komast á hið árlega ball Samfés, Samfestinginn, gera Þróttheimar þá kröfu að unglingar félagsmiðstöðvarinnar mæti á hið minnsta fjögur fræðslukvöld.

Á þessari önn höfum við verið með þrjár fræðslur, sú fyrsta var frá Samtökunum 78, önnur var Bingó feministafélagsins til styrktar Stígamótum og nú síðast var fræðsla frá Krafti. Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Ungmennin okkar fengu stutta fræðslu um starfsemi félagsins og tók svo til hendinni og perluðu armbönd af krafti til styrktar félaginu. Ungmennin okkar stóðu sig frábærlega og perluðu 105 armbönd sem eru 210.000 krónur ef öll armböndin seljast. Það var frábær mæting og við erum ánægð með unglingana okkar sem tóku þátt.

Við teljum það mikilvægt að upplýsa unglinga félagsmiðstöðvarinnar fjölbreytt verkefni og félagasamtök sem eru í samfélaginu, hluti af því að er að vera virkur þátttakandi í samfélaginu sem við búum í. Armböndin eru seld á heimasíðu krafts og hvetjum við alla til að fjárfesta í slíku og styðja um leið góðan málstað. Einnig bendum við á að sunnudaginn 1.des verða ný armbönd kynnt til leiks og fólki gefin kostur á að perla saman með Krafti á Hótel Natura til styrktar þessu mikilvæga málefni.

Við í Þróttheimum teljum okkur heppin að fá að vinna á hverjum degi með þessu öfluga unga fólk og hlökkum til að kynna þau fyrir fleiri verkefnum.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt