Afmælisveisla Barnasáttmálans haldin í Laugó

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Þann 20. nóvember síðastliðin varð Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna þrítugur og hefur verið haldið uppá það um allt land síðustu vikur. Réttindafélagsmiðstöðin Laugó gerði það að sjálfsögðu einnig og var slegið í afmælisveislu að þessu tilefni.

Húsið var skreytt með blöðrum og slíku sem fylgir alvöru afmælisveislum. Stórum hugmyndakassa var komið fyrir á staðnum til að ýta undir 12. grein sáttmálans um að láta skoðanir unglinga og barna í ljós og til að hafa áhrif. Mikið af spennandi hugmyndum komu fram sem spennandi verður að framkvæma. Þá voru fjögur grundvallarákvæði sáttmálans sett uppá vegg til þess að skapa umræðu og gátu allir skrifað undir þær hvernig bæta mætti starfið í átt að þessum greinum sáttmálans. Einnig var farið í spurningakeppni um barnasáttmálann.

Líkt og í öllum góðum afmælum var auðvitað boðið uppá köku sem sló algjörlega í gegn. Góð mæting var í afmælið og sköpuðust skemmtilegar umræður á staðnum.

 

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt