Sumarnámskeið Neðstalands vika 2 – MYNDIR
Vika 2 í sumarstarfinu byrjaði á miðbæjarferð þar sem við fengum að skoða og fræðastu um Hallgrímskirkju, fórum alla leið uppí turninn sem var mjög spennandi. Eftir það fórum við í leiki og fengum okkur nesti í Einarsgarði og enduðum miðbæjarferðina á ís hjá snillingunum í Valdís. Við fórum í Elliðaárdal þar sem Snillaland var með leiki og sprell fyrir okkur. Við fórum í sund í Árbæjarlaug, og enduðum vikuna á að kíkja á vini okkar í frístundaheimilinu Krakkakoti, þar voru grillaðar pylsur og farið í hoppukastala og þeir sem vildu fengu andlitsmálingu. Það var mikið fjör þessa viku og skemmtu sér allir mjög vel.
Nýlegar færslur