Sumarnámskeið Neðstalands vika 2 – MYNDIR

 In Forsíðu frétt, Neðstaland

Vika 2 í sumarstarfinu byrjaði á miðbæjarferð þar sem við fengum að skoða og fræðastu um Hallgrímskirkju, fórum alla leið uppí turninn sem var mjög spennandi. Eftir það fórum við í leiki og fengum okkur nesti í Einarsgarði og enduðum miðbæjarferðina á ís hjá snillingunum í Valdís. Við fórum í Elliðaárdal þar sem Snillaland var með leiki og sprell fyrir okkur. Við fórum í sund í Árbæjarlaug, og enduðum vikuna á að kíkja á vini okkar í frístundaheimilinu Krakkakoti, þar voru grillaðar pylsur og farið í hoppukastala og þeir sem vildu fengu andlitsmálingu. Það var mikið fjör þessa viku og skemmtu sér allir mjög vel.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt