Barnadagur í Dalheimum

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Á síðustu önn kom hugmynd upp úr hugmyndakassanum okkar. Á miðanum stóð “Barnadagur”. Það var ekkert meira sem fylgdi því og flestar hugmyndir eru nafnlausar, svo erfitt að rekja hvað nákvæmlega viðkomandi barn var að íhuga. Við sem vorum á fundinum ígrunduðum hvað það gæti þýtt. Eftir smá stund kom upp sú hugmynd að börnin héldu klúbba og val þann dag.

Nú er sú hugmynd að verða að veruleika!

Á miðvikudag verða 8 börn með 4 klúbba. Allir sem vilja hafa tækifæri að sækja um að halda klúbb, en þurfa að færa rök fyrir klúbbnum, af hverju þau vilja halda hann í ákveðnu rými og hvað þau þurfa. Þessi 8 börn skiluðu umsóknum og voru þær allar samþykktar. Þar af leiðandi verður Barnadagur næst komandi miðvikudag, 7.desember.

Marmiðið með þessu er að efla félagsfærni og samskiptafærni barnanna ásamt því að valdefla þau, auka ábyrgð og sköpun. Hægt er að tengja þetta við greinar 12., 13., 29. og 31. í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Þetta verður í fyrsta skipti sem þetta verður gert, en ekki síðasta og því munu umsóknirnaeyðublöðin og bakkinn til að skila þeim í vera áfram í eldhúsinu okkar í Dalheimum og má því ennþá sækja um að vera með klúbb. Þegar nógu margar umsóknir eru komnar munum við yfirfara þær og hafa fleiri Barnadaga 🙂

Í næstu viku er einnig Miðlalæsi vikan okkar, mælum með að skoða meira hvað það fjallar um. Við verðum með ýmsa klúbba tengdu Miðlalæsi þessa vikuna 5.-9.desember.

Þá er kjörið tækifæri að fara yfir hvernig samskipti á netinu fara fram með börnunum ykkar. SAFT hefur alls konar leiðbeiningar fyrir foreldra um það 🙂

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt