Barnasáttmálavikur og “grein vikunnar”

 In Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í haust ætlum við að byrja að kynna börnunum betur fyrir greinum Barnasáttmálan Sameinuðu þjóðanna með því að hafa “Grein vikunnar”.

Einnig ætlum við, í samstarfi með réttindaráði Dalheima, Laugarsels og Laugarnesskóla að hafa Barnasáttmálavikur í hverjum mánuði. Þá ætlum við að tengja læsi við vikurnar. Við ætlum að nýta læsisveggspjöld og verkfæri Frístundalæsis, en það er frábært verkefni sem er auðvelt að tengja greinar Barnasáttmálans við. Hægt að læra meira um það verkefni hér.

Í október verður áhersla á Félagslæsi og í næstu viku byrjar “grein vikunnar” og auðvitað verður byrjað á grein nr. 1 Hugtakið barn. Allar greinar og fleiri upplýsingar um Barnasáttmálann er hægt að finna hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt