Bjartir tímar
Loksins er farið að birta til, dagarnir lengjast, veðrið er mis-rólegt en ekkert sem við ráðum ekki við.
Þessa dagana erum við að vinna með ýmsa klúbba og val, en hólfaskiptingu er lokið. Við pössum auðvitað uppá sóttvarnir og börnin spritta sig áður en valið er, milli rýma og áður en þau fá sér að borða. Við erum þó ennþá að smyrja fyrir þau.
Við höfum nýtt skemmtilega snjóinn í alls konar snjóskrímsla-, snjókarla- eða snjóhúsa/virkjagerð og að renna á rassaþotum.
Vonum að við getum farið að gera meira skemmtilegt með börnunum á næstu vikum 🙂
Nýlegar færslur