Félagsmiðstöðvardagurinn 2020

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Félagsmiðstöðvardagurinn var haldinn hátíðlegur í Laugó miðvikudaginn 18. nóvember sl. en þessi árlegi dagur er til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem félagsmiðstöðvar standa fyrir. Í ljósi takmarkanna í samfélaginu var að þessu sinni ekki ekki hægt að bjóða fjölskyldum að heimsækja félagsmiðstöðina, kynnast starfinu og starfsfólkinu líkt og undanfarin ár en í staðin kom Laugó inn á heimili 50 fjölskyldna.

Við héldum fjölskylduspurningakeppni þar sem fjölskyldum barna og unglinga í 5.-10. bekk gátu skráð sig og tekið þátt. Gefin voru svo verðlaun til þeirrar fjölskyldu sem vann og var þeim keyrt út strax að spurningakeppni lokinni.

Dagurinn tókst mjög vel og voru þátttakendur ánægðir með viðburðinn.

Gleðilegan félagsmiðstöðvardag! 🙂

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt