Gæðastund með Kvan í Buskanum

 í flokknum: Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt
Þessa dagana stendur Femínístafélagið Femínístasúpan fyrir fræðsluviku í Buskanum. Tvær fræðslur eru þessa vikuna sem femínístasúpan hefur skipulagt og stendur fyrir. Verkefnið er styrkt af ungmennaráði Kringlumýrar og erum við mjög stolt af.
Síðasta mánudagskvöld fengum við fyrirtækið KVAN með fræðslu fyrir unglingana í Buskanum. Fræðslan ber nafnið „Gæðastund með Kvan“ og var tveggja tíma námskeið þar sem voru umræður um sjálfsmynd, kröfur samfélagsins, ábyrgð og margt fleira er á dagskrá auk þess sem unga fólkið fær verkfæri til að takasta á við þau mikilvægu verkefni sem þau standa frammi fyrir í samfélaginu.
Virkilega góð mæting var á þessa fræðslu og létu unglingarnir vel af þessari góðu kvöldstund. Næsta föstudagskvöld verður svo kynfræðingurinn Sigga Dögg með fræðslu sem engin má láta fram hjá sér fara.
Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt