Góðgerðaklúbbur Dalheima

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Það kom hugmynd frá starfsmanni í Dalheimum hvort við gætum ekki gert eitthvað með börnunum til að hjálpal flóttafólkinu sem er á leiðinni hingað frá Úkraínu. Þá varð til hugmyndakassi sérstaklega til að fá hugmyndir barnanna um hvað við getum gert. Ýmislegt hefur verið sett í kassann, en markmiðið er að vinna með hugmyndirnar og framkvæma. Einnig varð til nýr klúbbur, góðgerðarklúbbur, en sá klúbbur gæti nýst til margra góða verka í framtíðinni.

Þetta parar vel við óformlega kennslu á réttindum barna, enda erum við Réttindafrístundaheimili. Með þessu viljum við beina sjónarhorni barnanna að því sem við getum gert til að hjálpa í stað þess að fókusa á stríðið sjálft. Það eru margar greinar í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem er verið að brjóta um þessar mundir, t.a.m. vernd barna í stríði, sbr. 38 grein.

Við hvetjum foreldra að ræða við börnin um hvað við getum gert til að hjálpa.

Einnig hvetjum við foreldra að beina sjónarhorninu af rússneska lýðnum, þar sem það er ekki fólkið í landinu sem er að ráðast á Úkraínu það er stjórnin í Rússlandi. Hér eru ráð til foreldra frá UNICEF um að tala við börn um stríð.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt