Hinsegin vika í félagsmiðstöðvunum

 In Askja, Buskinn, Bústaðir, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Hofið, Laugó, Óflokkað, Tónabær, Þróttheimar

Vikuna 4.-8.október var haldið upp á hinsegin viku í félagsmiðstöðvum Kringlumýrar þvert á allt hverfið.

Fræðsla og sýnileiki voru meginatriði vikunar og fór starfið fram í gegnum ýmsa viðburði eins og áhorf á fræðsluefni eins og Hinseginleikann á RÚV, Sex Education á Netflix, Kahoot spurningakeppni, hinsegin föndur og heimsókn í Hinsegin félagsmiðstöðina.

Lokahnykkurinn í þessari frábæru viku var svo drag námskeið með dragdrottningunni Gógó Starr þar sem krakkarnir lærðu ýmis undirstöðuatriði í dragi, svosem karaktersköpun og framkomu á sviði. Það var svo dragkeppni um kvöldið, það voru 6 keppendur sem tóku þátt og fullur salur af unglingum úr öllu hverfinu voru mættir að horfa á og hvetja keppendur áfram.

 

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt í vikunni alveg kærlega fyrir, sér í lagi þátttakendum í drag keppninni og áhorfendum í sal. Heiða úr Buskanum, eða öllu heldur karakterinn hennar, Álfheiður Björg vann keppnina með glæsibrag.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt