Hrekkjavaka í Buskanum

 In Buskinn, Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt

Síðasta sunnudag fór fram hin árlega Hrekkjavaka vestanhafs. Mikil hefð hefur skapast í kringum þessa hátíð á Íslandi síðustu ár og vorum við í Buskanum að sjálfsögðu með í þessari stórskemmtilegu hefð.

Í stað draugahúsins sem hefur verið í Buskanum var sett upp Halloween kvöld þar sem ýmislegt var brallað. Starfsmenn höfðu skreytt húsið vel og tóku á móti unglingunum í búningum. Þá var sett á hryllings mynd og öllum boðið hryllilegt nammi.

Það sem sló í gegn var graskersgerðin. Þar sem unglingarnir fengu að spreyta sig í að skera út grasker og er óhætt að segja að útkoman hafi verið stórskemmtileg.

Nokkur grasker má finna hér að neðan:

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt