Kvennafrídagurinn þriðjudag 24.október

 In Dalheimar, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Fjölmörg samtök kvenna, hinsegin fólks og launafólks hafa boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október 2023, þar sem konur og kvár sem það geta eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf þann daginn.

Vegna þessa verður veruleg röskun á öllu samfélaginu þennan dag og á það einnig við um hjá okkur í Dalheimum.

Starfsfólk Dalheima eru flestar konur og sjáum við því fram á að vera mjög fáliðuð og ekki geta boðið upp á hefðbundið frístundastarf þann daginn.

Þar sem um er að ræða mikilvæga jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks vonum við að forráðamenn sýni þessari stöðu skilning.

Meira um kvennaverkfallið hér.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt