Laugalækjarskóli áfram í Skrekk

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Þann 3. mars komust unglingar í Laugalækjarskóla áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Eftir miklar æfingar fyrst í október og svo í janúar og febrúar, þrjár frestanir á keppninni var þetta kærkomin viðurkenning fyrir flott atriði.

Næsta mánudag, 15. mars mun úrslitakeppnin fara fram í Borgarleikhúsinu og erum við að vonum spennt að fylgjast með þessum frábæru unglingum sýna hvað í þeim býr.

Atriðið að þessu sinni snýr að einhverfu þar sem þau reyna að varpa ljósi á mögulega upplifun nemenda í skólanum með einhverfu. Fengu þau fræðslu og fleira til að setja sig í þessi spor og nálgast viðfangsefnið af virðingu.

Hvetjum við alla til að fylgjast með á RÚV kl. 20:00 mánudaginn 15. mars.

Hér má sjá mynd af tæknirennsli 3. mars á sviði Borgarleikhússins.

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt