Laugalækjarskóli áfram í Skrekk

 In Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Laugó

Þann 3. mars komust unglingar í Laugalækjarskóla áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskóla í Reykjavík. Eftir miklar æfingar fyrst í október og svo í janúar og febrúar, þrjár frestanir á keppninni var þetta kærkomin viðurkenning fyrir flott atriði.

Næsta mánudag, 15. mars mun úrslitakeppnin fara fram í Borgarleikhúsinu og erum við að vonum spennt að fylgjast með þessum frábæru unglingum sýna hvað í þeim býr.

Atriðið að þessu sinni snýr að einhverfu þar sem þau reyna að varpa ljósi á mögulega upplifun nemenda í skólanum með einhverfu. Fengu þau fræðslu og fleira til að setja sig í þessi spor og nálgast viðfangsefnið af virðingu.

Hvetjum við alla til að fylgjast með á RÚV kl. 20:00 mánudaginn 15. mars.

Hér má sjá mynd af tæknirennsli 3. mars á sviði Borgarleikhússins.

Recent Posts
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt