Nóvember í Þróttheimum

 í flokknum: Félagsmiðstöðvar (10-16 ára), Forsíðu frétt, Þróttheimar

Núna er nóvember genginn í garð og nóg um að vera hjá okkur í Þróttheimum. Við byrjum mánuðinn á Halloween balli 3.nóvember. Nemendaráð Langholtskóla er búið að vinna hörðum höndum að því að skipuleggja stórskemmtilegt ball fyrir samnemendur sínar og er búið að setja búningaSKYLDU fyrir ballið. Eftir það tekur við skemmtilegir viðburðir sem í boði verða fyrir alla nemendur í 5-10.bekk. Klúbbastarfið okkar á þriðjudögum heldur áfram af miklum krafti og er gaman að sjá hvað unglingarnir eru virkir í að hafa áhrif á eigið starf með því að koma sínum hugmyndum á framfæri. Fram undan er skemmtilegum mánuður og nóg um að vera fyrir alla þá sem kíkja í heimsókn í Þróttheima. Við ætlum einnig að setja af stað skíðaklúbbinn okkar í þessum mánuði. Í skíðaklúbbinn geta þeir unglingar skráð sig sem hafa áhuga á því að koma með félagsmiðstöðinni til Akureyrar og fara á skíði yfir eina helgi á vorönn. Klúbburinn fer af stað með góðum fyrirvara svo að unglingarnir sem kjósa að fjárafla fyrir ferðinni hafi nægan tíma til að gera það.
Eins og áður þá elskar félagsmiðstöðin að fá spurningar og ábendingar frá foreldrum og forsjáaðilum þannig ekki hika við að hafa samband í síma 695-5066 eða í netfangið throttheimar@rvkfri.is

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt