Snjódagur og Mikilvægur fundur

 í flokknum: Dalheimar, DHRéttindafrístund, Forsíðu frétt, Frístundaheimili 6 - 9 ára

Í gær var loksins smá snjór til að leika sér með, hann stoppaði reyndar stutt við, en krakkarnir fengu að njóta meðan var.

Börnin gerðu alls konar snjókarla og léku sér með þotu og í snjókasti.

Í gær var einnig fyrsti mikilvægur fundur vetrarins. Mikilvægur fundur er barnaráðsfundur okkar í Dalheimum, aðalverkefni fundarins í gær var að fara yfir hugmyndir úr hugmyndakassanum. Alls konar hugmyndir litu dagsins ljós og alltaf jafn skemmtilegt að sjá óskir og hugmyndaflug barnanna. Hugmyndunum skiptum við í þrjá flokka, hægt, kannski hægt og grín hugmyndir. Þá förum við yfir hverja hugmynd og ígrundum af hverju hugmyndin fer í hvern flokk fyrir sig. T.a.m. kom hugmynd úr hugmyndakassanum að hafa kynjaskipt salerni, stelpu og stráka. Þá ræddum við að sum börn eða einstaklingar skilgreina sig ekki sem stelpa eða strákur, hvar ættu þau þá að fara á salerni? Það skapaðist góð umræða um þetta og börnin eru fljót að skilja og sýna umburðalyndi. Börn eru svo snjöll!

Í lok hvers fundar er alltaf ákveðið tveir klúbbar af þeim hugmyndum sem hægt er að framkvæma. Í næstu viku verður því bíó og popp einhvern daginn og spurningakeppni einhvern annan dag.

Einnig sáu börnin í gær úrslit kosninga sem voru á miðvikudaginn. Þá voru þau áhugasöm um þau úrslit, en hugmyndin með að hafa þetta svona sýnilegt er einmitt að vekja upp áhuga barnanna að hafa áhrif. Með því að kjósa hafa þau bein áhrif á hvað er í matinn í Dalheimum í þessu tilfelli. Spurning hvað næstu kosningar verða um, en alltaf eitthvað sem skiptir þau máli og þau geta þá haft áhrif á.

Í dag, föstudag, endum við réttindavikuna á afmælisveislu, í tilefni afmælis Barnasáttmálans 20.nóvember!

Fyrsti mikilvægi fundur vetrarins

Nýlegar færslur
Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Ólæsilegt? Breyttu textanum. captcha txt